22.9.2009 | 12:21
Orustan um Ísland
Greiðsluverkfall Hagsmunasamtaka heimilanna er sú barátta sem mun fremur öðru skilgreina hverskonar samfélag við komum til með að byggja á Íslandi á komandi áratugum. Þar er tekist á um það grundvallaratriði hvort fjármálastofnanir hafi ótakmarkaðan rétt til að ganga að verðmætum skuldara eða hvort skuldarar hafi samtakamátt sem megni að setja fjármálastofnunum einhverjar skorður og fái viðurkenndan sameiginlegan samningsrétt sem komi í veg fyrir að hægt sé að kúga skuldarana til hvaða skilmála sem er hvern fyrir sig.
Þetta er ekki einkamál þeirra 20% heimila sem ekki ná endum saman heldur skiptir máli að við líka sem fyrir blöndu af heppni, forgjöf og forsjálni stöndum betur að vígi stöndum með þeim sem lenda fyrst undir árás því jafnvel þó við náum endum saman í dag þá er ekkert því til fyrirstöðu að fjármálaaflið skrúfi upp kröfur sínar aftur og aftur um tugi prósenta ef þau komast upp með það í þetta sinn og því eigum við öll gífurlega hagsmuni að því að verja greiðsluverkfallið. Falli það stöndum við miklu ver þegar að kemur að okkur í þrotaröðinni.
Að lokum vil ég hvetja stjórnvöld og stjórnir fjármálafyrirtækja til að leitast eftir samningaviðræðum við HH sem fyrst og reyna að finna lausn á deilunni því hvernig sem allt fer þarf að finna sátt ef friðurinn á að halda og rofni friðurinn skiptir líka öllu að til sé trúverðugur aðili að semja við eigi friður að nást á ný.
Innan við þriðjungur tilbúinn í greiðsluverkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll; Héðinn !
Þakka þér; fyrir óbjagaða útlistun, á þeirri miklu vá, hver fyrir durum gæti staðið, verði ekkert aðhafst.
Þú ert; einn þeirra manna - hverja ég vildi sjá fyrir mér, í mögulegri utanþingsstjórn.
Með beztu kveðjum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 12:32
Þakka þér fyrir það :-)
Héðinn Björnsson, 22.9.2009 kl. 13:20
Það verður hart sótt að okkur bráðlega þegar skrímsladeildin fer af stað og hefur sitt stríð gegn núverandi stjórnvöldum. Tilgangur þess stríðs: Ná völdum, loka ormagryfjunum og innleiða gömlu góðu tímana í anda kolkrabbans.
kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 25.9.2009 kl. 11:01
Efast stórkostlega að náhirðin vilji taka við völdum núna eða að hún gæti stýrt landinu ef hún reyndi það.
Héðinn Björnsson, 27.9.2009 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.