Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
25.3.2009 | 12:14
Spennandi frumrannsóknir
Þessar boranir munu gefa okkur góð gögn til að greina um hvernig virkjunarmöguleika á dýpra undir yfirborði og nær kvikuhólfi en áður hefur verið borað. Er þetta yfir höfuð hægt? Getum við nýtt vökvann sem kemur upp? Hvaða áhrif hefur þetta á uppstreymi í kerfinu sem heild? Allt góða spurningar sem við komumst bara að með því að prófa.
Við notumst við mikið af abstrakt hugtökum í vísindum en þegar upp er staðið er sjaldan til það fína líkan sem kemur í stað þess að prófa sig áfram :-)
Djúpborun í Vítismóum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2009 | 17:07
Hvað er að vera illa staddur fjárhagslega?
Tekjur manns 356 þús.
Tekjur konu 130 þús.
Fjármagnstekjur 100 þús
Samtals 586 þús.
Kostnaður vegna dvalar á Sóltúni: 240 þús.
Eftirstöðvar: 346 þús fyrir skatt.
Ég vil til samanburðar benda á að ég hef sem jarðeðlisfræðingur á ÍSOR um 330 þúsund í tekjur fyrir skatt á mánuði. Ég veit ekki hvort það er bara ég sem er lítillátur en mér finnst blessuð konan ekki vera nein vorkun að ná saman endum með þessar tekjur. Auðvitað er hart að þurfa að spara við sig og vel mætti gera svona stofnunum að hækka ekki gjöld hraðar en svo að fólk geti brugðist við þeim en mér finnst kannski vera soldil einföldun að segja að það sé verið að koma í veg fyrir að konan geti lifað í húsinu sínu. Bara spariféð sem í dag gefur 100 þúsund í fjármagnstekjur standa vel undir því að fjármagna þessa dvöl í amk. 3 ár svo það er nú ekki eins og verið sé að þvinga þau til að selja núna á alversta tíma.
Annars er gott að setja fókus á lífeyrismisrétti milli kynjanna og það eru sjálfsagt margir í verri stöðu en þessi hjón sem hér er rætt um og ekki síst er efnahagsleg staða heimavinnandi kvenna sem skilja, eða verða ekkjur oft slæmar.
Eiginkonurnar settar út á götu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2009 | 17:02
Félagaskrá var gefin frambjóðendum hjá Reykjavíkurfélaginu
VG: Enginn frambjóðandi með nýja félagaskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2009 | 14:56
Ráðherrar stunda fjáröflun fyrir viðskiftaráð!
Það kostar 15 þúsund krónur inn á þennan klíkufund sem greinilega er notaður til að fjármagna störf viðskiftaráðs sem meðal annars hafa falist í því að minnka regluverkið um fjármálastarfsemi svo meðlimir þeirra geti notað þær til að hagnast á viðskiftum þar sem efnahagsleg framtíð heillar þjóðar var lögð að veði og tapað.
Það er skömm að því að ráðherrar standi í því að draga að fólk á svona fjáröflunarfund. Það eru aumir vinstrimenn sem standa í svona braski. Hægri-vinstri alltaf skal fjármagnið stjórna öllu sem það vill
Græðgin varð skynseminni yfirsterkari" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2009 | 14:51
Ráðherrar stunda fjáröflun fyrir viðskiftaráð
Það kostar 15 þúsund krónur inn á þennan klíkufund sem greinilega er notaður til að fjármagna störf viðskiftaráðs sem meðal annars hafa falist í því að minnka regluverkið um fjármálastarfsemi svo meðlimir þeirra geti notað þær til að hagnast á viðskiftum þar sem efnahagsleg framtíð heillar þjóðar var lögð að veði og tapað.
Það er skömm að því að ráðherrar standi í því að draga að fólk á svona fjáröflunarfund. Það eru aumir vinstrimenn sem standa í svona braski. Hægri-vinstri alltaf skal fjármagnið stjórna öllu sem það vill
Lækka vexti þegar í stað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.3.2009 | 16:46
Allir að mæta!
Þetta verður hörku fundur og um að gera í kjölfar komu Evu Joly að ganga á eftir kröfunni um aukinn kraft í rannsóknina á mönnunum sem settu landið á hausinn.
Klukkan 20 í Iðnó!
Borgarafundur í Iðnó í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.3.2009 | 15:17
26,8% Kjörsókn er ekki beisið en samt framför
Kristinn kosinn formaður VR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2009 | 17:10
Leyfum grænfriðungum að bjóða líka!
Hrefnuveiðileyfi auglýst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.4.2009 kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2009 | 17:05
Vitlaust verðmat á fasteignum veldur veikum aðgerðum
Makaskiftasamningar þar sem ein fasteign gengur upp í hina er í dag ráðandi í fasteignaviðskiftum. Slíkir samningar gefa skekkta mynd af fasteignaverði sem er umtalsvert lægra. Þetta lága fasteignaverð heldur uppi neysluvísitölunni og hækkar þannig lánin og gerir það að verkum að stjórnvöld telja að fleiri fjölskyldur séu með jákvæða eignastöðu en reyndin er.
Þetta vitlausa eignarverðmat verður að leiðrétta með því að hætta að taka mark á makaskiftasamningum. Horfumst í augu við vandann eins og hann er!
14 þúsund heimili eiga bara skuldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2009 | 09:57
Viðkunnum að eiga við svona glæpi en hvað með hundruð milljaðaraglæpina?
http://borgarafundur.org
Í IÐNÓ, miðvikudaginn 11. mars kl 20-22.
Fundarefni
500 milljarðar til eigenda - glæpur eða vinagreiði
Frummælendur
Atli Gíslason - þingmaður
Bjarni Benediktsson - þingmaður
Björn Þorri Viktorsson - hæstaréttarlögmaður
Stal peningakassa og kvenbuxum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |